Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Þetta eru bestu kylfingar sem Els hefur spilað með
Fred Couples komst í efsta sæti heimslistans árið 1992.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 19. október 2019 kl. 12:00

Þetta eru bestu kylfingar sem Els hefur spilað með

Einn besti kylfingur allra tíma, Ernie Els, varð fimmtugur í vikunni. Að því tilefni var hann beðinn um að svara nokkrum spurningum um ferilinn í viðtali sem birtist á Twitter síðu PGA TOUR Championship.

Meðal spurninganna sem Els fékk var hvaða kylfingur væri sá besti sem hann hefði spilað með. Els gat ekki valið einhvern einn kylfing heldur skipti hann svarinu upp í tímabil.

„Á tíunda áratugnum myndi ég segja Fred Couples og Greg Norman og svo næstu 20 ár var það Tiger Woods,“ sagði Els. „Nýlega myndi ég líklega segja Brooks Koepka. Það eru þessir fjórir kylfingar.“