Fréttir

Tímavélin - Ryder bikarinn 2016
Arnold Palmer lést nokkrum dögum fyrir Ryder bikarinn 2016.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 23. september 2021 kl. 12:16

Tímavélin - Ryder bikarinn 2016

Ryder keppnin árið 2016 fór fram á Hazeltine vellinum í Minnesota.

Eins og tveimur árum áður var það andi goðsagnar sem sveif yfir vötnum. Að þessu sinni var það andi Arnold Palmer sem hafði látist hafði nokkrum dögum áður sem veitti bandaríska liðinu innblástur.

Fyrirliðar liðanna að þessu sinni voru Davis Love III og Darren Clarke. Evrópa hafði sigrað í síðustu þremur keppnum og bandaríska liðið varð að gjöra svo vel og standa sig á heimavelli.