Fréttir

Tveir sigrar í röð hjá Finau
Tony Finau með verðlaunagripinn fyrir Rocket Mortgage Classic á sunnudag. Ljósmynd: empowertitans.com/
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
þriðjudaginn 2. ágúst 2022 kl. 16:55

Tveir sigrar í röð hjá Finau

Tony Finau sigrar á tveimur mótum í röð á PGA mótaröðinni

Bandaríkjamaðurinn Tony Finau varð á sunnudag fyrsti kylfingurinn til að sigra á tveimur PGA mótum í röð síðan Brendon Todd sigraði á Bermuda og Maykoba meistaramótunum árið 2019.

Finau lék hringina fjóra á nýju mótsmeti, 262 höggum (64-66-65-67) eða samtals á 26 höggum undir pari og var 5 höggum á undan löndum sínum þeim Patrick Cantlay og Cameron Young sem og Taylor Pendrith frá Kanada.

Margeir golfferð
Margeir golfferð

Þetta var fjórði titill Finau síðan hann hóf að leika á PGA mótaröðinni árið 2014. Með sigrinum stökk hann upp um tíu sæti í það 7. á stigalistanum til FedEx Bikarsins og upp um þrjú sæti á heimslistanum í það 13.

Lokastaðan á mótinu