Fréttir

Úrtökumótin: Aron Bjarki á parinu í Svíþjóð
Aron Bjarki Bergsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 10. september 2019 kl. 14:23

Úrtökumótin: Aron Bjarki á parinu í Svíþjóð

Aron Bjarki Bergsson hóf í dag leik á 1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla sem fer fram í Arlandastad í Svíþjóð. Aron lék fyrsta hringinn á pari vallarins og er jafn í 21. sæti.

Aron, sem er búsettur í Svíþjóð, hefur verið að leika á Nordic Golf mótaröðinni í ár með Guðmundi Ágústi og félögum en þetta er í fyrsta skiptið sem hann reynir fyrir sér í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina.

Alls eru 57 keppendur með í Svíþjóð og komast um 11 kylfingar áfram að fjórum hringjum loknum. Efsti maður er á sex höggum undir pari eftir fyrsta keppnishring, sex höggum á undan Aroni.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.