Fréttir

Valderama erfiður - Rahm langt frá niðurskurðinum
Langasque er efstur á Valderama þegar mótið er hálfnað.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 16. október 2021 kl. 07:09

Valderama erfiður - Rahm langt frá niðurskurðinum

Andalucia Masters mótið fer fram á hinum stórkostlega Valderama velli í þessari viku á Evrópumótaröðinni.

Flestir kylfingar hafa átt í erfiðleikum með að skora vel og aðeins eru 12 kylfingar undir pari þegar mótið er hálfnað.

Efsti maður heimslistans hinn áreiðanlegi Jon Rahm var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina á 10 höggum yfir pari. Niðurskurðurinn miðaðist við þá kylfinga sem léku á 5 höggum yfir pari eða betur.

Frakkinn Romain Langasque er efstur á 4 höggum undir pari eftir að hafa leikið báða hringina á 69 höggum.

Fjórir kylfingar eru þar höggi á eftir, Englendingarnir Matt Fitzpatrick, Laurie Canter, Svíinn Sebastian Soderberg og Nýsjálendingurinn Ryan Fox.

Staðan í mótinu