Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Valderama erfiður - Rahm langt frá niðurskurðinum
Langasque er efstur á Valderama þegar mótið er hálfnað.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 16. október 2021 kl. 07:09

Valderama erfiður - Rahm langt frá niðurskurðinum

Andalucia Masters mótið fer fram á hinum stórkostlega Valderama velli í þessari viku á Evrópumótaröðinni.

Flestir kylfingar hafa átt í erfiðleikum með að skora vel og aðeins eru 12 kylfingar undir pari þegar mótið er hálfnað.

Örninn 2025
Örninn 2025

Efsti maður heimslistans hinn áreiðanlegi Jon Rahm var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina á 10 höggum yfir pari. Niðurskurðurinn miðaðist við þá kylfinga sem léku á 5 höggum yfir pari eða betur.

Frakkinn Romain Langasque er efstur á 4 höggum undir pari eftir að hafa leikið báða hringina á 69 höggum.

Fjórir kylfingar eru þar höggi á eftir, Englendingarnir Matt Fitzpatrick, Laurie Canter, Svíinn Sebastian Soderberg og Nýsjálendingurinn Ryan Fox.

Staðan í mótinu