Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Valur fór holu í höggi
Laugardagur 11. júlí 2020 kl. 10:14

Valur fór holu í höggi

Valur Þórarinsson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 4. holu á Mýrinni á meistaramóti Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Valur tók þátt í 70+ flokknum sló nett högg með 3 tré, boltinn fór í fallegum sveig frá vinstri til hægri, lenti í flatarkanti og rúllaði með jöfnum hraða í miðja holu.

Valur spilaði vel í mótinu og endaði í öðru sæti í sínum flokki.