Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Vandræðaleg staða við sigur Korda
Caroline Masson, unnusti hennar Jason McDede og Nelly Korda.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 4. nóvember 2019 kl. 17:41

Vandræðaleg staða við sigur Korda

Það var Nelly Korda sem stóð uppi sem sigurvegari á sunnudaginn á Taiwan Swinging Skirts mótinu eftir að hafa betur í þriggja kvenna bráðabana. Yfirleitt er lítið sem getur stoppað gleðina eftir sigur á golfmóti en í þetta skiptið var hann smá vandræðalegur í leiðinni.

Korda hafði betur á fyrstu holu bráðabanans eftir að hafa fengið fugl á meðan Minjee Lee og Caroline Masson fengu báðar par. 

Þannig er mál með vexti að unnusti Masson, Jason McDede, var á svæðinu og í flestum tilfellum þá hefði hann stutt við bakið á henni og vonast eftir sigri en hann var líka í því að reyna að koma í veg fyrir að það gerðist.

McDede er í raun kylfuberi Korda og hafa þau tvö náð góðum árangri saman en þar til á sunnudaginn hafði Korda aldrei barist um sigur við Masson.

McDede hefur ekki tjáð sig um málið en unnusta hans hefur tjáð sig.

„Ég er nokkuð ánægð að sjá hann vinna. Ég er stolt af þeim báðum, hvernig þau vinna saman og vonandi fæ ég annað tækifæri á að vinna þau seinna meir.“

Korda hefur einnig tjáð sig um málið og sló hún á létta strengi.

„Jason er kvæntur Caroline en í lok dags þá er hann í mínu liði og það er ég sem borga honum laun. Þetta var erfitt fyrir hann en ég væri ekki á þessum stað án Jason, hann hélt mér við efnið.“