Fréttir

Veðrið spilaði stóra rullu á fyrsta Unglingastigamóti ársins
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 1. júní 2021 kl. 18:31

Veðrið spilaði stóra rullu á fyrsta Unglingastigamóti ársins

Fyrsta mót tímabilsins á Unglingamótaröð GSÍ, SS-mótið, fór fram á Strandarvelli hjá Golfklúbbi Hellu nú um helgina. Upphaflega átti mótið að vera leikið dagana 28.-30. maí en sökum veðurs varð að stytta mótið.

Fyrsta og þriðja keppnishring mótsins var aflýst vegna veðurs og náði því kylfingar aðeins að leika á laugardeginum. 

Aðstæður voru engu að síður mjög erfiðar á laugardeginum en allir allir keppnisflokkarnir náðu að leika 18 holur nema 14 ára og yngri léku aðeins 9 holur.

Úrslit

Smelltu hér fyrir skor og úrslit:

14 ára og yngri stelpur spilaðar 9 holur

Í fyrsta sæti voru jafnar
1. Eva Kristinsdóttir GM 42 högg (eftir bráðabana)
2. Fjóla Margrét Viðarsdóttir GS 42 högg
3. sæti Pamela Ósk Hjaltadóttir GR 44 högg

14 ára og yngri drengir

1. sæti Markús Marelsson GK 37 högg
2. sæti Hjalti Jóhannsson GK 39 högg
3. sæti Hjalti Kristján Hjaltason GR á 40 högg

15 til 16 ára stúlkur

1. sæti Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR 73 högg
2. sæti Sara Kristinsdóttir GM 78 högg
3. sæti Berglind Erla Baldursdóttir GM 79 högg

15 til 16 ára drengir

1. sæti Skúli Gunnar Ágústsson GA 74 högg
2. sæti Gunnlaugur Árni Sveinsson GKG 77 högg
3. sæti Elías Ágúst Andrason GR 78 högg

17 til 18 ára stúlkur

1. sæti Katrín Sól Davíðsdóttir GM 78 högg (eftir bráðabana)
2. sæti María Eir Guðjónsdóttir GM 78 Högg
3. sæti Bjarney Ósk Harðardóttir GR 84 högg

17 til 18 ára drengir

1. sæti Jóhann Frank Halldórsson GR 74 högg
2. sæti Björn Viktor Viktorsson GL 76 högg
3.-4. sæti Arnar Logi Andrason GK 78 högg
3.-4. sæti Mikael Máni Sigurðsson GA á 78 högg

19 til 21 ára stúlkur

1. sæti Ásdís Valtýsdóttir GR 84 högg
2. sæti Inga Lilja Hilmarsdóttir GK 86 högg
3. sæti Maríanna Ulriksen GK 94 högg

19 til 21 ára drengir

1. sæti Sigurður Arnar Garðarsson GKG 70 högg
2. sæti Lárus Ingi Antonsson GA 74 högg
3. sæti Ólafur Marel Árnason NK 75 högg