Public deli
Public deli

Kylfingur dagsins

Kylfingur dagsins: Bið guð stundum að bjarga mér í úr „bönker“
Ingó veðurguð í veðurblíðu á 16. teig í Eyjum.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 6. maí 2020 kl. 13:24

Kylfingur dagsins: Bið guð stundum að bjarga mér í úr „bönker“

Ingólfur Þórarinsson er kylfingur á Selfossi. Hann er betur þekktur sem Ingó veðurguð en kappinn er áhugasamur kylfingur og fer oft í golf. Veðurguðinn er kylfingur dagsins og hefur frá ýmsu að segja.


Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Ég byrjaði 12 ára en tók svo 18 ára pásu frá 15 ára til 33 ára en er kominn á skrið.

Helstu afrek í golfinu?

Ég var dreginn aftur af stað af ofurverktakanum Karli Larsen á Selfossi en hann er loksins að breika 90 eftir 12 ára vinnu.


Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?

Ég var einu sinni með Viðari Kjartans knattspyrnumanni en sá var húðskammaður af eldri konu fyrir að vera í gallabuxum. Eðlileg


Hefurðu farið holu í höggi og þá hvar?
Ég hef aldrei farið holu í höggi enda þyrfti heppni með 20 í forgjöf.

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?

Ég tók einu sinni hring með Sveppa krull, Audda blö og Rikka G. Er ennþá að jafna mig.

Ertu hjátrúarfullur hvað varðar golf?

Nei, ég mæti bara og slæ, bið stundum guð um að bjarga mér úr bönker.


Hvað er það sem þú þarf mest að bæta í þínum golfleik?

Ég þarf að bæta púttin og þá kemst ég hratt niður í 10. Gjarn á að þrípútta. Nenni ekki að æfa púttin.


Hvernig er lífið og golfið á tímum COVID-19?

Ég fékk kærkomið giggfri og er bara mikið í garðinum með fleygjárnið

Ingólfur Þórarinsson

Aldur: 33 ára
Klúbbur:
Keilir og GOS
Forgjöf: 
22 en líklega þarf hún aðeins að lækka
Uppáhalds matur: 
Slátur
Uppáhalds kylfingur: 
Hallgrímur Júlíusson og Tommy Fleetwood
Þrír uppáhaldsgolfvellir: 
Korpan, Eyjar og Hveragerði
Þrjár uppáhalds golfbrautir á Íslandi: 8. braut í Eyjum, 3. hola á Hvaleyri og 16. braut í Mosó
Erfiðasta golfholan: 7. brautin í Grafarholti
Erfiðasta höggið: 160 metrar, vantar kylfu í það
Ég hlusta á:  
Dylan og Johnny cash Besta skor (hvar)? 
Besti kylfingurinn:
Rikki G. er með mjúka sveiflu. 

Golfpokinn:
Ég for í mælingu hjá Bigga í Keili og hann græjaði allt frá Ping, fór svo með nýja settið og fyrsti hringur var 81 högg sem er met hjá mér og þetta voru frekar erfiðar aðstæður í Vogum. Breika 80 í sumar, svo áfram gakk!

Ingó með þremur félögum sínum úr tónlistinni, Stebba, Eyfa og Einari Erni.