Drævaði í ruslatunnu og boltinn flaug fimmtíu metra afturábak
Bergsveinn Bergsveinsson er einn margra keppnismanna úr öðrum íþróttum sem hefur tekið golfið föstum tökum. Beggi gerði garðinn frægan í markinu í handbolta og lék með FH, Aftureldingu og á yfir 150 leiki með landsliði Íslands, þar á meðal á Olympíuleikunum 1992. Beggi er hörku kylfingur, hefur farið holu í höggi og spilað á parinu 18 holurnar.
Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?
Byrjaði að fikta kringum 1990 ca. 22 ára en byrjaði ekki í golfi fyrr en eftir 2000 þegar handbolta ferillinn var búinn.
Helstu afrek í golfinu?
Spila á parinu.
Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?
Tók „drive“ á hælinn í ruslatunnu á teig og boltinn endaði 50 metra fyrir aftan mig var með þremur mönnum í holli sem ég þekkti ekkert.
Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?
No.10
Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf?
Nei (en var mjög hjátrúarfullur í handboltanum)
Hefurðu farið holu í höggi?
Já á Alicante Golf, 17. holan var 165 m í pinnann og vatn hægra megin og „out of bounds“ vinstra megin, notaði 7 tré og boltinn lenti 3-5 m fyrir framan stöngina og rúllaði í.
Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik?
Þarf að bæta járnahöggin, t.d. 5-6 járn, ekki nógu stabíll þar.
Meira um Begga kylfing:
- Aldur: 57
- Klúbbur: GK/GÖ
- Forgjöf: 8,3
- Uppáhaldsmatur: Skirt steik ala Björg systir
- Uppáhaldsdrykkur: Whispering Angel
- Uppáhaldskylfingur: Ludvig Äberg
- Þrír uppáhaldsgolfvellir: Granite Links (Boston), Finca Cortesin (Spánn), Valderrama (Spánn)
- Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi: 15. í Grafarholti, 16. á Jaðarsvelli og Bergvíkin í Leiru.
- Erfiðasta golfholan: Sextánda á Hvaleyrinni í norðanátt
- Erfiðasta höggið: Teighöggið á 12. braut á Hvaleyrinni í hliðarvindi út á sjó
- Ég hlusta á: Podköst, t.d. Seinni9, - Dr. Football, Þungaviktin og fleiri
- Besta skor: Parið 72 högg - Glenview í Flórída
- Besti kylfingurinn: Tiger - sá besti
- Poki: Kahma
- Dræver: Titleis TSR2
- Brautartré: Titleist TS2
- Járn: Titleist T300
- Fleygjárn: Vokey
- Pútter: Cobra
- Hanski: Taylor Made
- Skór: Ecco
Tiger er sá besti en Ludwig Äberg er í uppáhaldi.
Bergvíkin í Leiru er ein af uppáhaldsbrautum Begga.