Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Kylfukast

Kylfukast: Hér er ekkert verið að grínast!
Þriðjudagur 5. júní 2018 kl. 09:06

Kylfukast: Hér er ekkert verið að grínast!

Golfsumarið er loksins komið til Íslands. Nokkuð seint að þessu sinni, en það er mikið fjör framundan. Við eigum von á heimsókn frá Anniku Sörenstam eftir nokkra daga. Ég hvet alla kylfinga til að mæta og heyra hvað þessi mikli snillingur hefur að segja.

 
Það hefur gengið brösulega hjá íþróttamanni ársins á LPGA mótaröðinni. Af því tilefni vil ég endurtaka það sem skrifað var í síðasta Kylfukasti um áramótin:
„Meðan við njótum gleðinnar skulum við ekki gleyma að golfíþróttin er hverful. Aðgangskortin á mótaröðum þeirra bestu eru ekki sjálfgefin og þau geta horfið mun hraðar en þau birtust. Fjölmörg dæmi eru því til sönnunar.“
Stöndum við bakið á afreksmönnunum okkar.
 
Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að leika opnunarhringinn á Korpúlfsstaðavelli í góðra vina hópi. Þrír formenn GR, Björn Víglundsson, Garðar Eyland, Jón Pétur Jónsson og undirritaður. Í huganum rölti ég niður stræti minninganna. Þeir sem þekkja minn góða vin JP vita að þar fer maður sem á það til að gusta um. Ég kynntist honum árið 1999, þá kom hann til liðs við stjórn GR sem formaður kappleikjanefndar. Aldursmunurinn á okkur Jóni er þótt ótrúlegt megi virðast 19 ár. Ég áttaði mig á því á miðjum hring að á þessu ári er ég á sama aldri og Jón var þegar ég kynntist honum. Í 19 ár hefur tíminn staðið í stað. Það gustar enn af JP, en hann er orðinn miklu betri í golfi. Nýtt hné hefur gert gæfumuninn. Það sem sló mig var að ég varð ekki var við mjög marga kylfinga sem voru 19 árum yngri en ég í opnunarmótinu. Kylfingar eru að eldast. Hættulega hratt. Á síðasta ári var mest nýliðun í aldurshópnum 50+. Við verðum að draga börnin okkar og barnabörnin í golf.
 
Fyrsta Kylfukastið var skrifað árið 2008. Það þýðir að Kylfukast er 10 ára í ár. Undanfarin 4 ár hefur Kylfukasts pistill verið mest lesna efnið á vefsíðunni kylfingur.is.
Af því tilefni ætlar Kylfukast að bjóða uppá óhefðbundið golfnámskeið, þ.e.a.s.námskeið í kylfukasti. Allt um golf sem enginn hefur kennt þér áður. Nánar auglýst síðar.
 
Því til viðbótar hefur verið stofnaður Instagram reikningur @kylfukast. Ég bið ykkur vinsamlegast um að deila þessu með vinum ykkar og gerast sjálf vinir Kylfukastsins. Það vill enginn missa af kylfukasti á samfélagsmiðlum. :-)
 
Gleðilegt golfsumar og gangi ykkur vel á golfvellinum.
 
Margeir Vilhjálmsson
Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024