Public deli
Public deli

Kylfukast

Kylfukast: Hótarinn!
Fimmtudagur 4. október 2018 kl. 12:06

Kylfukast: Hótarinn!

Alltof margir kylfingar falla í þá gryfju að bugast þegar hlutirnir ganga ekki eins og best verður á kosið á golfvellinum. Vandinn snýst fyrst og fremst um það að nálgun kylfingsins á leiknum er röng og hann setur of mikla orku í að kenna sjálfum sér um mistök á vellinum. Hann fer og hitar upp á æfingasvæðinu og þar gengur allt að óskum. Þegar á völlinn er komið kveður hins vegar við annan tón og allt fer í tómt rugl. Slíkt er óþolandi.

Sumir einfaldlega bugast og hætta að stunda bestu íþrótt í heimi. Það sem hér fer á eftir er nálgun sem allir áhugamenn um golfíþróttina ættu að skoða. Kylfingurinn (þú) ert stjórinn. Liðið er í golfpokanum. Leikmennirnir eru kylfurnar í pokanum. Pútterinn er markvörðurinn. Driverinn er senterinn. Aðrir leikmenn eru þar á milli, mismikilvægir eftir því hver stjórinn er. Leikmannamarkaðurinn er golfverslunin. Ekkert er stjóranum að kenna. Hann gerir allt rétt og hefur alltaf rétt fyrir sér. Leikmenn geta hinsvegar brugðist. Ef leikmenn bregðast þá er aðeins eitt að gera. Það þarf að skipta þeim út. Þeir geta verið settir úr hópnum eða þeir eru seldir og aðrir keyptir í staðinn á leikmannamarkaðnum. Einnig er hægt að lána leikmenn og fá leikmenn að láni. Ef einhver leikmaður oftast senter eða markmaður hefur verið að leika illa þá er gott að hafa meðferðis svokallaðan „hótara“.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Hótari gegnir því hlutverki að vera til staðar ef leikmaður sem hefur ekki verið að standa sig, bregst. T.d. hefur driverinn ekki verið að hitta brautir eða pútterinn hefur verið að þrípútta. Þegar hótari er kominn í pokann þá er ótrúlegt hvað leikmenn fara að standa sig miklu betur því enginn vill í raun vera settur út úr liðinu. Ef leikmenn eru ekki að bæta sig þegar hótari er mættur til leiks, þá einfaldlega notar stjórinn hótarann. Stjórinn fer sáttur út að spila og kemur sáttur heim á 19. holuna þar sem hann getur metið frammistöðu sinna manna meðan einn kaldur rennur ljúft niður. Tekið nauðsynlegar ákvarðanir um framtíð liðsins og skipulagt næsta leik.

Með golfkveðju,
Margeir Vilhjálmsson