Golfklúbbur Kiðjabergs
Golfklúbbur Kiðjabergs

Kylfukast

Kylfukast: Sannleikurinn
Mánudagur 9. janúar 2017 kl. 09:53

Kylfukast: Sannleikurinn

Undanfarin þrjú ár hafa Kylfukastspistlar verið mest lesna efnið á kylfingur.is. Hafið kærar þakkir fyrir að lesa pistlana.
Afrekslega séð var árið 2016 besta golfár sögunnar á Íslandi. Þökk sé Ólafíu Þórunni og Valdísi Þóru. Kylfukast þakkar þeim báðum og óskar til hamingju með frábæra frammistöðu á árinu 2016. Væntingar fyrir komandi golftímabil eru miklar. Gangi ykkur vel.

Það er alveg sama hversu hátt heimskur hreykir sér vandi golfíþróttarinnar á heimsvísu er mikill. Það er ekki tilviljun að tugir erlendra golfkennara sækist skyndilega eftir því að verða landsliðsþjálfarar (eða afreksstjórar) á Íslandi. Það er ekki bara staðreyndin að starfið sé spennandi. Það er bara lítið að gera víðast hvar.
Sannleikurinn er að koma í ljós. Þökk sé nútíma tækni. Nýlega birti Golf Digest grein um hver væri raunveruleg högglengd meðalkylfingsins. Kemur í ljós að kylfingar með undir 5 í forgjöf eru rétt svo að slefa 225 metra í teighöggum að meðaltali. Karlmenn milli fimmtugs og sextugs (ríflega 50% af kylfingum á Íslandi) ná ekki 200 metrum í meðaltals högglengd í teighöggum (e.drives).
Stærsta vandamál golfsins fyrir utan ofmat kylfinga á eigin getu er að vellirnir eru alltof langir. Í ofanálag bætist svo hið forheimska EGA forgjafarkerfi sem metur getu kylfinga fyrst og fremst útfrá  lengd valla. Hvað varð um "Drive for show, putt for dough?"

Meirihluti kylfinga er að spila alltof langa velli miðað við högglengd og getu. Stytta þarf golfvelli þannig að klúbbteigar séu rétt um 5.000 metrar og fremstu teigar um 4.000 metrar. Gera þarf stórfenglegar breytingar á EGA forgjafarkjaftæðinu þannig að kylfingum sem eldast sé ekki refsað harðlega fyrir að leika á fremri teigum með lækkandi forgjöf framúr hófi.

Golf er besta íþrótt í heimi. Þeir sem stjórna henni eru langt því frá að vera bestir í heimi. Umbóta er þörf.

Það á að vera gaman í golfi.

Gleðilegt nýtt golfár!

Margeir Vilhjálmsson

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024