Fréttir

Eddie Pepperell gerir réttmætt grín að verðlaunagrip
Eddie Pepperell.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 9. desember 2019 kl. 20:35

Eddie Pepperell gerir réttmætt grín að verðlaunagrip

Englendingurinn Eddie Pepperell er þekktur fyrir að vera virkur á samfélagsmiðlum og er reglulega notaður í ýmiskonar skemmtiefni sem Evrópumótaröð karla gefur út. Nú síðast í gær stóðst hann ekki mátið að gera smá grín að verðlauna grip sigurvegara Staysure móts helgarinnar.

Staysure mótaröðin er öldungamótaröð Evrópumótaraðarinnar og var MCB Tour Championship mótið leikið um helgina á Seychelles-eyjum. Sigurvegari mótsins, Pete Fowler, lék lokahring mótsins á 67 höggum, eða þremur höggum undir pari, og vann þar með sitt sjöunda mót á öldungamótaröðinni.

Eftir mótið birti Staysure mynd á Twitter reikningi sínum af Fowler með verðlaunagripin sem hann hlaut. Gripurinn var innblásinn af „coco do mer“, sem er Seychelles hneta en eins og sést á myndinni að neðan er alveg hægt að sjá eitthvað annað úr gripnum.

Pepperell var fljótur að deila myndinni þar sem hann sagði þetta besta verðlaunagrip sem hann hafði séð og kastaði svo fram spurningu til Fowler þar sem hann spurði hvort að hann hefði þurft að hugsa sig um hvar hann ætti að kyssa gripinn.