Fréttir

Einungis Tiger með fleiri sigra en Thomas
Justin Thomas.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 23. október 2019 kl. 21:57

Einungis Tiger með fleiri sigra en Thomas

Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas hefur verið einn besti kylfingur heims undanfarin þrjú ár. Thomas, sem er fæddur árið 1993, er kominn með 11 sigra á PGA mótaröðinni en hann sigraði einmitt á CJ Cup mótinu um síðustu helgi.

Með sigrinum komst Thomas í elítuhóp en einungis einn kylfingur undanfarin þrjátíu ár hefur unnið fleiri mót en hann fyrir 27 ára aldurinn og það var Tiger Woods.

Thomas á þó ekki möguleika á að jafna sigra Woods fyrir næsta afmæli því Woods var kominn með 34 sigra á þessum tímapunkti.

Auk Thomas sigruðu þeir Phil Mickelson og Rory McIlroy einnig á 11 PGA mótum fyrir 27 ára afmælið og þá er Jordan Spieth einnig búinn að vinna 11 mót en hann er jafn gamall og Thomas.

Á fimmtudaginn hefst Zozo Championship mótið sem er hluti af PGA mótaröðinni. Þar er Thomas talinn líklegastur til sigurs af nokkrum veðbönkum vestanhafs.