Fréttir

Evrópumótaröð karla: Pieters fór best af stað í Dúbaí
Thomas Pieters.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 23. janúar 2020 kl. 14:00

Evrópumótaröð karla: Pieters fór best af stað í Dúbaí

Fyrsti hringur Omega Dubai Desert Classic mótsins fór fram í dag. Það er Belginn Thomas Pieters sem fór besta af stað og er hann höggi á undan Bandaríkjamanninum David Lipsky. Sigurvegari síðustu helgar, Lee Westwood, náði sér ekki á strik í dag og er á meðal neðstu manna.

Hringurinn hjá Pieters var nokkuð skrautlegur en hann hóf leik á 10. holu í dag og lék hann fyrstu níu holurnar á fimm höggum undir pari. Síðari níu holurnar byrjaði hann svo á því að fá skramba og skolla og var því kominn á tvö högg undir par. Hann bætti upp fyrir það með þremur fuglum í röð á holum 5,6 og 7. Þar við sat og kom hann í hús á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari.

Lipsky er aðeins höggi á eftir Pieters. Hann fékk fimm fugla á hringnum í dag, einn skolla og restina pör á leið sinni að 68 höggum. 12 kylfingar eru síðan jafn í þriðja sæti á þremur höggum undir pari.

Westwood lék á 78 höggum, eða sex höggum yfir pari, og er hann jafn í 113. sæti eftir fyrsta hring.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.