Fréttir

Háskólagolfið: Andrea og Saga enduðu í 14. sæti í New Orleans
Saga Traustadóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 18. febrúar 2020 kl. 22:42

Háskólagolfið: Andrea og Saga enduðu í 14. sæti í New Orleans

Íslensku kylfingarnir Andrea Bergsdóttir og Saga Traustadóttir luku í dag leik á Allstate Sugar Bowl Intercollegiate mótinu sem fór fram dagana 16.-18. febrúar í New Orleans. Mótið var hluti af bandaríska háskólagolfinu en þær leika saman fyrir lið Colorado State.

Lið Andreu og Sögu endaði í 14. sæti í liðakeppninni af 15 liðum á 41 höggi yfir pari í heildina.

Andrea lék hringina þrjá samtals á 9 höggum yfir pari og endaði í 50. sæti í einstaklingskeppninni. Saga náði sér ekki almennilega á strik og endaði í 79. sæti á 19 höggum yfir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Næsta mót hjá Colorado State fer fram dagana 9.-10. mars.