Fréttir

Myndband: Thomas kominn í forystu eftir enn eitt vallarmetið
Justin Thomas.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 18. ágúst 2019 kl. 10:04

Myndband: Thomas kominn í forystu eftir enn eitt vallarmetið

Kylfingar hafa leikið frábært golf þar sem af er BMW Championship mótsins en alla þrjá daga mótsins hefur vallarmetið verið jafnað eða slegið. Eftir að setja nýtt vallarmet á þriðja degi mótsins er Justin Thomas kominn með sex högg forystu á næsta mann.

Fyrsta daginn jöfnuðu þeir Justin Thomas og Jason Kokrak vallarmetið, sem var þá 65 högg. Á öðrum degi mótsins setti Hideki Matsuyama nýtt vallarmet með glæsilegum hring upp á 63 högg, níu högg undir par. Justin Thomas gerði svo enn betur í gær er hann kom í hús á 61 höggi, 11 höggum undir pari, þar sem hann fékk meðal annars fimm fugla á fyrstu fimm holunum og tvö erni á síðari níu holunum.

Thomas lék fyrri níu holurnar á fimm höggum undir pari þar sem hann fékk sex fugla á holum eitt til fimm og svo áttundu holunni. Hann fékk einn skolla á sjöttu holu. Á síðari níu holunum fékk hann tvo fugla og tvo erni. Myndband af örnunum má sjá hér að neðan. Eftir daginn er Thomas á samtals 21 höggi undir pari.

Tony Finau og Patrick Cantlay eru jafnir í öðru sæti á 15 höggum undir pari. Þeir léku báðir á 68 höggum í gær.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.