Fréttir

Solheim bikarinn: Evrópa sigraði eftir æsispennandi lokadag
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 15. september 2019 kl. 17:33

Solheim bikarinn: Evrópa sigraði eftir æsispennandi lokadag

Lið Evrópu vann síðustu þrjá leikina í dag í tvímenningnum í Solheim bikarnum og fagnaði þar með sigri í keppninni, 14,5-13,5.

Hin norska Suzann Pettersen vann lokaleikinn gegn Marina Alex á 18. holu en lokapúttið hennar var fyrir sigri í mótinu. Hefði púttið geigað þá hefði titillinn farið til Bandaríkjanna.

Keppnin í ár mun væntanlega fara í sögubækurnar sem ein sú mest spennandi frá upphafi en þetta er í fyrsta skiptið frá árinu 2013 sem lið Evrópu fagnar sigri.

Pettersen vissi ekki að hún hefði tryggt Evrópu sigur fyrr en að liðsfélagar hennar hlupu inn á flötina. 

„Þetta var mikil móða,“ sagði Pettersen um lokapúttið. „Ég vissi það ekki [hve mikilvægt púttið var]. Ég ætlaði mér bara að fá fugl.“

Úrslit allra leikja í dag:

Danielle Kang (USA) tapaði gegn Carlota Ciganda (EUR), 1/0

Nelly Korda (USA) vann Caroline Hedwall (EUR) 2/0

Lexi Thompson (USA) vann Georgia Hall (EUR) 2/1

Annie Park (USA) tapaði gegn Céline Boutier (EUR) 2/1

Angel Yin (USA) vann Azahara Muñoz (EUR) 2/1

Megan Khang (USA) og Charley Hull (EUR) skyldu jafnar

Lizette Salas (USA) vann Anne van Dam (EUR) 1/0

Jessica Korda (USA) vann Caroline Masson (EUR) 3/2

Brittany Altomare (USA) vann Jodi Ewart Shadoff (EUR) 5/4

Marina Alex (USA) tapaði geg Suzann Pettersen (EUR) 1/0

Ally McDonald (USA) tapaði gegn Bronte Law (EUR) 2/1

Morgan Pressel (USA) tapaði gegn Anna Nordqvist (EUR) 4/3