Fréttir

140 krónu veðmál endaði í tæplega 100 milljón króna vinning
Graeme McDowell.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 12. október 2020 kl. 21:12

140 krónu veðmál endaði í tæplega 100 milljón króna vinning

Reglulega koma sögur af fólki sem veðjar á einhver ótrúleg úrslit og á einhvern óskiljanlegan hátt rætast úrslitin. Nú um helgina varð eitt slíkt að veruleika á BMW PGA Championship mótinu en þá tókst einum ónefndum manni að breyta tæplega 140 krónum í tæplega 100 milljónir króna.

Í stað þess að veðja á ein ákveðin úrslit ákvað þessi einstaklingurinn að leggja saman 20 veðmál þar sem hann spáði fyrir um hver endaði ofar í keppni á milli tveggja einstaklinga.

Til að mynda spáði hann því að Graeme McDowell myndi enda ofar en Thomas Aiken. Aiken endaði í 60. sæti á meðan McDowell endaði í 24. sæti. Allar innbyrgðis viðureignirnar rættust og urðu þessar 140 krónur að tæplega 100 milljónum sem er ekki nema rétt rúmlega 55 milljón krónum minna en Tyrrell Hatton hlaut að launum fyrir sigurinn og eitt er víst að Hatton eyddi meira en 140 krónum í mótið.