Fréttir

400 kylfingar mættu til leiks í 24 Open í Kiðjabergi
Miðvikudagur 16. júní 2021 kl. 12:49

400 kylfingar mættu til leiks í 24 Open í Kiðjabergi

Rúmlega 400 keppendur mættu til leiks í 24 Open sem fram fór á Kiðjabergsvelli 11. og 12. júní. Mótið stóð yfir í sólarhring og gekk það vel fyrir sig. Þetta var í fyrsta skipti sem mótið er haldið er verður það á dagskrá aftur á næsta ári.

„Við stefn­um á að þetta mót verð sterkt aðdrátt­ar­afl í framtíðinni. Það er fátt sem jafn­ast á við að leika golf á þess­um árs­tíma þegar dags­birt­an er til staðar all­an sól­ar­hring­inn,“ segir Birkir Már Birkisson, framkvæmdastjóra Golf­klúbbs­ins Kiðjabergs.

Helstu úrslit voru þau að Andri Sigurðsson úr GKG sigraði á 40 punktum. Þuríður Ingólfsdóttir úr GKB varð önnur á 38 punktum og Skúli Rúnar Skúlason úr GR í þriðja sæti, einnig á 38 punktum.

Fimm efstu í mótinu:

1. Andri Sigurðsson Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 40

2. Þuríður Ingólfsdóttir Golfklúbbur Kiðjabergs 38

3. Skúli Rúnar Skúlason Golfklúbbur Reykjavíkur 38

4. Júlíus Geir Hafsteinsson Golfklúbbur Reykjavíkur 37

5. Jón Sveinbjörn Jónsson Golfklúbburinn Setberg 37


Nándarverðlaun:

3. braut: Helen Neely 38 cm - Gasgrill frá Húsasmiðjunni

7. braut: Gunnar Snær 51 cm - 10 kassar af bjór frá Ölgerðinni

12. braut: Jón Sveinbjörn 71 cm - Matar og grillveirsla frá Garra

16. braut: Heiða Guðnadóttir 40 cm - Nespresso kaffivél.