Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

73 högg hjá Ólafíu
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Fimmtudagur 9. maí 2019 kl. 22:32

73 högg hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék í dag fyrsta hringinn á IOA Invitational mótinu sem fer fram á Symetra mótaröðinni í Bandaríkjunum. Þetta er annað mótið hennar í vikunni en á mánudaginn lék hún í úrtökumóti fyrir Opna bandaríska mótið og fagnaði þar sigri.

Ólafía lék fyrsta hringinn á IOA mótinu á höggi yfir pari og er jöfn í 39. sæti þegar um helmingur kylfinga hefur lokið leik á fyrsta keppnisdegi.

Á hringnum fékk Ólafía alls þrjá skolla og tvo fugla en skorkort hennar má sjá hér fyrir neðan. Eins og sést voru mestu sveiflurnar framan af hring en hún kláraði daginn með því að fá 10 pör í röð.

Annar hringur mótsins fer fram á morgun, föstudag, en eftir hann er skorið niður.


Skorkort Ólafíu á fyrsta hringnum.

Tölfræði Ólafíu á hringnum:

Hittar brautir: 12 af 14
Pútt: 29
Hittar flatir í tilætluðum höggafjölda: 10 af 18

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)