Fréttir

Allir úr leik í Abu Dhabi
Guðmundur Ágúst Kristjánsson var tveimur höggum frá niðurskurði. Mynd/golfsupport.nl
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 15:19

Allir úr leik í Abu Dhabi

Íslendingarnir þrír, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Axel Bóasson og Haraldur Franklín eru allir úr leik á Abu Dhabi mótinu á Áskorendamótaröðinni.

Guðmundur Ágúst lék annan hringinn á einu höggi yfir pari og var tvö högg frá niðurskurðinum sem miðast við -4.

Axel Bóasson lék best okkar manna á öðrum hring, á -2 og endaði á parinu, fjórum höggum frá niðurskurði. 

Haraldur Franklín sem lék fyrri hringinn á -4 náði sér ekki á strik og lék annan hringinn á fimm yfir pari og endaði á einu yfir pari eftir 36 holur.