Besti kylfingur heims byrjar árið með látum
Besti kylfingur heims, Scottie Scheffler byrjaði nýtt golfár með látum þegar hann sigraði á American Express mótinu á PGA mótaröðinni í Palm Springs í Kaliforníu um helgina. Þetta var sjöundi sigur hans á mótaröðinni í síðustu þrettán mótum og hans hefur nú sigrað á 30 mótum, þar af fjórum risamótum. Hann er aðeins þriðji kylfingurinn að ná þeim árangri undir þrítugu.
Scheffler lék frábært golf og endaði 72 holurnar á 27 höggum og hefði átt möguleika á að enda á 30 undir pari en högg í vatnið á 17. holu kom í veg fyrir það. Það kom ekki að sök og hann endaði fjórum höggum á undan næstu mönnum.
Fjórir kylfingar enduðu á -23, þar á meðal Ástralinn Jason Day sem var fyrir all nokkrum árum síðan í efsta sæti heimslistans um tíma.
Það var hins vegar 18 ára „skólastrákur“ sem vakti gríðarlega athygli í mótinu. Hann lék vikuna á undan í móti á Korn Ferry mótaröðinni, sem er næsta deild fyrir neðan PGA. Eftir góða frammistöðu þar fékk hann sérstakt boð á mótið í Palm Springs. Þar lék hann frábært golf og var í toppbaráttuni og lék m.a. Í lokaráshópnum með Scheffler. Honum fataðist aðeins flug í þeirri pressu en endaði engu að síður jafn í 18. sæti á 19 undir pari.
Hér má sjá úrval af því besta hjá Scheffler í mótinu. Magnað golf.

