Styrktarmót fyrir Alexander Veigar á Nítjándu
Nítjánda golfsetur heldur styrktarmót fyrir Alexander Veigar, einn efnilegasta píluíþróttamann Íslands, fimmtudaginn 30. janúar. Keppt verður bæði í pílu og golfi og rennur allur ágóði mótanna til Alexanders Veigars.
Alexander Veigar hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum og er talinn bjartasta von Íslands í pílukastinu. Nítjánda er stoltur styrktaraðili hans og er markmið mótsins að styðja við áframhaldandi keppnisferil hans og koma honum á stærsta mót heims á Ally Pally.
Pílumót og áskoranir
Pílumótið hefst klukkan 19:00 og verður keppt í Best of 3 – 501, með riðlakeppni og úrslitakeppni í A- og B-flokki. Veitt verða verðlaun fyrir 1. og 2. sæti í báðum flokkum auk verðlauna fyrir hæsta útskot.
Þátttakendur geta einnig skorað á Alexander sjálfan í ýmsum leikjum, þar á meðal 101, 301, 501 og Best of 3 (501). Þátttökugjald í pílumótið er 5.000 krónur.
Golfmót í hermum
Golfmótið fer einnig fram sama kvöld og er punktakeppni með forgjöf. Keppt verður á Grafarholtsvelli í Trackman-hermum og er mótsgjaldið 10.000 krónur á mann, þar sem innifalið eru tvær klukkustundir í herminum. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki auk nándar- og lengdarkeppna.
Skráning í bæði mót fer fram á netfangið [email protected] og þurfa keppendur í golfmótinu að skila inn Trackman-forgjöf við skráningu.
Nítjánda sýnir svo að sjálfsögðu undankeppnina á EM í handbolta þar sem við höfum fulla trú á okkar mönnum að komast áfram. Tilboð á barnum með mótin standa yfir.
Viðburðurinn er opinn öllum áhugasömum og er tilvalið tækifæri fyrir kylfinga og pílukastara að sameinast í góðum málstað og styðja við einn efnilegasta keppnismann þjóðarinnar.

