Fréttir

Haraldur hóf leik á ný í Suður Afríku
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 31. janúar 2026 kl. 10:41

Haraldur hóf leik á ný í Suður Afríku

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur hóf leik á Áskorendamótaröðinni (Hotel Planner Tour)nýju ári í Suður Afríku í vikunni. Haraldur lék 36 holurnar á pari og var tvö högg frá því að komast í gegnum niðurskurðinn en leikið er á Zebula golfsvæðinu í Kimpopo í S-Afríku.

Haraldur var að dusta rykið af kylfunum á nýju ári en hann er með góðan þátttökurétt. Hann lék fyrsta hringinn á einu undir pari en þann seinni á einu höggi yfir pari. Niðurskurðurinn var við -2.

Haraldur verður áfram í S-Afríku og er í hópi keppenda sem mæta til leiks í næsta móti, Cirka Cape Town mótinu í samnefndri borg.