Fréttir

76 högg hjá Berglindi á fyrsta hringnum á Spáni
Berglind Björnsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 17. júlí 2019 kl. 11:15

76 högg hjá Berglindi á fyrsta hringnum á Spáni

Berglind Björnsdóttir hóf leik í morgun á LET Access móti vikunnar, Santander Golf Tour Valencia. Berglind fór út í fyrsta holli og kom inn á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari.

Berglind er þessa stundina jöfn í 41. sæti af 56 kylfingum sem hafa nú þegar hafið leik í mótinu. Um 100 kylfingar eru með í mótinu en tæplega helmingur þeirra á enn eftir að fara út á fyrsta hringnum.

Eftir tvo hringi í mótinu verður skorið niður og þarf Berglind líklega að leika töluvert betur á morgun til þess að komast áfram.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.