Fréttir

Á 17 höggum undir pari eftir tvo hringi
Andy Sullivan. Mynd: GettyImages.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 3. desember 2020 kl. 22:28

Á 17 höggum undir pari eftir tvo hringi

Englendingurinn Andy Sullivan er með þriggja högga forystu eftir tvo hringi í Dúbaí þar sem annað af tveimur mótum vikunnar fer fram á Evrópumótaröð karla, Golf in Dubai meistaramótið.

Sullivan, sem bætti vallarmetið á fyrsta keppnisdeginum, lék annan hringinn á 6 höggum undir pari og er samtals á 17 höggum undir pari eftir hringina tvo. Þrátt fyrir það er hann einungis þremur höggum á undan næstu kylfingum en skor keppenda hefur verið gríðarlega lágt til þessa.

Matt Wallace og Ross Fisher deila öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Tveimur höggum á eftir þeim koma þeir Matt Schmitt, Antoine Rozner og Craig Howie.

Þriðji og næst síðasti keppnisdagur mótsins er á morgun, föstudag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.