Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Akureyri fagnaði sigri í 2. deild kvenna á Íslandsmóti golfklúbba
Sigursveit Golfklúbbs Akureyrar.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 27. júlí 2020 kl. 19:15

Akureyri fagnaði sigri í 2. deild kvenna á Íslandsmóti golfklúbba

Golfklúbbur Akureyrar fagnaði sigri í 2. deild kvenna á Íslandsmóti golfklúbba um helgina og mun því leika í 1. deild að ári.

Sex klúbbar skráðu sig til leiks og voru því fimm umferðir leiknar þar sem allar sveitir spiluðu einn leik innbyrðis. Svo fór að lokum GA endaði með 4,5 stig á meðan Nesklúbburinn endaði með 4 stig og endaði því í öðru sæti. Það var síðan sveit Golfklúbbs Fjallabyggðar sem endaði í þriðja sæti með þrjú stig.

Sveit GA var skipuð þeim:

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir
Andrea Ýr Ásmundsóttir
Kristín Lind Arnþórsdóttir
Guðrún María Aðalsteinsdóttir
Kara Líf Antonsdóttir
Lana Sif Harley

Öll nánari úrslit má nálgast hérna.