Ránfuglinn á flaggstönginni
Náttúran lætur ekki að sér hæða á golfvellinum og iðulega sjá kylfingar hin ýmsu dýr þegar þeir eru með kylfuna á lofti. Á Íslandi hafa margir orðið vitni að því þegar mávar hafa tekið golfboltann þeirra eða reynt það.
Í móti á PGA mótaröðinni nýlega kom upp óvenjulegt atvik þegar haukur, einn af viltum ránfuglum í náttúrunni, mætti allt í einu á eina flötina og flaug upp á flaggstönga og stoppaði þar. Hann lék leik atvinnukylfinga ekki trufla sig og einn þeirra vippaði inn á - á meðan fuglinn stóð efst á flaggstönginni. Hann lét sig hverfa rétt áður en stöngin var tekin upp úr. Þetta var fugl ráshópsins!
Myndskeiðið segir meira en mörg orð.

