Fréttir

Amy Olson í góðum málum fyrir lokahring Evian Championship mótsins
Amy Olson
Laugardagur 15. september 2018 kl. 15:07

Amy Olson í góðum málum fyrir lokahring Evian Championship mótsins

Þriðji hringur Evian Championship mótsins fór fram í dag og er það hin bandaríska Amy Olson sem er í forystu fyrir lokahringinn. Mótið er fimmta og síðasta risamót ársins og fer það fram á Evian Resort Golf vellinum í Frakklandi líkt og undanfarin ár.

Fyrir daginn var Mo Martin í efsta sæti á átta höggum undir pari. Hún lék ágætlega í dag og kom í hús á 69 höggum og er hún eftir daginn á 10 höggum undir pari í þriðja sæti.

Olson lék aftur á móti við hvern sinn fingur í dag og kom í hús á 65 höggum eða sex höggum undir pari. Hún fékk einn fugl, einn örn og sjö pör á fyrri níu holunum. Á þeim síðari fékk hún þrjá fugla og restina pör. Eftir daginn er Olson 14 höggum undir pari.

Aðeins tveir kylfingar léku betur en Olson í dag og var ein af þeim Sei Young Kim sem er ein í öðru sæti á 12 höggum undir pari. Kim kom í hús á 64 höggum þar sem hún fékk sjö fugla og restina pör.

Lokadagur mótsins fer fram á morgun og kemur þá í ljóst hver stendur uppi sem sigur á þessu síðasta risamóti ársins.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.