Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Andlát: Ásgerður Sverrisdóttir
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 19. júlí 2025 kl. 19:43

Andlát: Ásgerður Sverrisdóttir

Ásgerður Sverr­is­dótt­ir lækn­ir lést á krabba­meins­deild Land­spít­al­ans sunnu­dag­inn 13. júlí sl. 63 ára að aldri. Hún stundaði golf frá því hún var lítil stelpa, tók fyrstu höggin á Nesvellinum og alla tíð eftir það með mjög góðum árangri. Ásgerður varð Íslandsmeistari kvenna tvívegis, 1983 og 1984.

Ásgerður fædd­ist í Reykja­vík 1. mars 1962. For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Sverr­ir Er­lends­son skip­stjóri og Dóra Bergþórs­dótt­ir hús­móðir.

Hún lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík árið 1981 og námi í lækn­is­fræði við Há­skóla Íslands árið 1989. Hún fékk al­mennt lækn­inga­leyfi á Íslandi árið 1992 og í Svíþjóð árið 1994 og fékk sér­fræðings­leyfi í krabba­meins­lækn­ing­um í Svíþjóð 1998. Hún var við fram­halds­nám og störf í krabba­meins­lækn­ing­um á Karol­inska sjúkra­hús­inu í Stokk­hólmi 1989-2005 og lauk doktors­prófi frá Karol­inska Institu­tet í Stokk­hólmi árið 2012. Frá ár­inu 2005 starfaði hún sem krabba­meins­lækn­ir á Land­spít­ala.

Örninn 2025
Örninn 2025

Ásgerður sat í stjórn Fé­lags ís­lenskra lækna í Svíþjóð frá 1992 til 1994. Þá sat hún í stjórn Vís­inda­sjóðs Krabba­meins­fé­lags­ins, frá ár­inu 2020 til dán­ar­dags, og var meðal ann­ars vara­formaður stjórn­ar sjóðsins. Hún var einnig vara­formaður Krabba­meins­fé­lags höfuðborg­ar­svæðis­ins frá 2014 til 2024 og var það ár kjör­in heiðurs­fé­lagi í Krabba­meins­fé­lagi höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Auk tveggja Íslandsmeistaratitla kvenna varð Ásgerður einnig Íslands­meist­ari í flokk­um 35 ára og eldri og 50 ára og eldri og stiga­meist­ari í öld­unga­flokki. Þá vann hún marga titla inn­an Golf­klúbbs Reykja­vík­ur og var lengi í ís­lenska kvenna­landsliðinu í golfi.

Eft­ir­lif­andi eig­inmaður Ásgerðar er Steinn Auðunn Jóns­son lækn­ir. Syn­ir þeirra eru Sverr­ir og Axel en stjúp­son­ur Ásgerðar og son­ur Steins er Há­kon.

Páll Ketilsson, ritstjóri kylfings.is tók viðtal við Ásgerði þegar þau voru saman í golfhópi í Grikklandi síðla árs 2023.