Andri Már og Katrín Björg klúbbmeistarar á Hellu
Golfklúbburinn á Hellu hélt sitt meistaramót dagana 2-5. júlí á Strandavellinum sínum og þótti mótið takast einkar vel en það voru þó ekki nema 32 sem skráðu sig til leiks og vill forsvarsfólk klúbbsins sjá meiri þátttöku að ári. Að loknu vel heppnuðu móti var haldið veglegt lokahóf þar sem keppendur voru boðnir velkomnir með fordrykk og gæddu sér svo á kræsinum vertans í skálanum. Formaður klúbbsins, Heimir Hafsteinsson, bauð alla velkomna og svo tók Loftur Þór Pétursson við veislustjórninni og kitlaði hláturtaugar viðstaddara. Verðlaunaafhending fór svo að sjálfsögðu fram og bar þar að sjálfsögðu hæst, klúbbmeistarar Hellu árið 2025, þau Andri Már Óskarsson og Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir.
Sigurvegarar hvers flokks:
Mfl. karla Andri Már Óskarsson
1. fl. karla Óskar Pálsson
2. fl. karla Halldór Ingi Lúðvíksson
3. fl. karla Friðrik Sölvi Þórarinsson
4. fl. karla Ellert Geir Ingvason
1.fl kvenna Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir
2. fl. kvenna Elín Sigríður Óladóttir
3. fl. kvenna Særún Sæmundsdóttir.
Öldungafl. karla Svavar Gísli Ingvason
Öldungafl. kvenna Sólveig Stolzenwald
Ungmennaflokkur Sindri Páll Andrason
