Fréttir

Andri og Axel báðir á fimm höggum yfir pari
Andri Þór Björnsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 4. maí 2021 kl. 20:58

Andri og Axel báðir á fimm höggum yfir pari

Þeir Andri Þór Björnsson og Axel Bóasson hófu í dag leik á Lindbytvätten Grand Opening mótinu en mótið er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Leikið er á Ekerum vellinum í Svíþjóð.

Ekki náðu allir kylfingar að ljúka leik í dag sökum myrkurs en það kom ekki að sök fyrir Andra og Axel. Þeir félagar léku báðir á 77 höggum í dag og þurfa því á góðum hring að halda á morgun ætli þeir sér áfram.

Hringirnir hjá þeim voru ekki svo frábrugnir hvor öðrum. Andri fékk sex skolla á hringnum í dag og náði í einn fugl. Axel fékk aftur á móti tvo fugl en á móti fékk hann fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla. Þeir eru jafnir í 85. sæti eftir daginn á fimm höggum undir pari.

Eins og áður sagði þurfa þeir að eiga góðan dag á morgun en eftir annan hringinn komast þeir sem eru í efstu 45 sætunum áfram.

Stöðuna í mótinu má nálgast hérna.


Axel Bóasson.