Nettó - Samkaup
Nettó - Samkaup

Fréttir

Andri Þór á parinu á þriðja hring
Andri Þór Björnsson
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
föstudaginn 1. júlí 2022 kl. 13:54

Andri Þór á parinu á þriðja hring

Á 3 höggum undir pari fyrir lokahringinn

Andri Þór Björnsson úr GR lék þriðja hringinn á PGA Championship Landeryd Masters á 71 höggi eða á pari Vesterby vallarins í Svíþjóð. Hann er samtals á 3 höggum undir pari fyrir lokahringinn í 36.-42. sæti. Mótið er hluti af Nordic Golf League.

Staðan á mótinu

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Aron Snær Júlíusson úr GKG og Aron Bergsson, sem leikur fyrir Hills Golfklúbbinn í Svíþjóð komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

Rasmus Holmberg frá Svíþjóð er með þriggja högga forskot fyrir lokahringinn.

Andri fékk einn tvöfaldan skolla, tvo skolla og fjóra fugla á hringnum. Okkar maður verður ræstur út á lokahringinn klukkan 7 í fyrramálið á íslenskum tíma.

Rasmus Homberg leiðir fyrir lokahringinn á PGA Championship Landeryd Masters