Annar sigurinn hjá Ben - getur keypt nýtt hús fyrir foreldrana
Bandaríkjamaðurinn Ben Griffin var einn af minni spámönnunum á PGA mótaröðinni en hefur á fyrstu fimm mánuðum þessa árs sigrað tvisvar. Hann sigraði á Charles Schwab mótinu í Texas um síðustu helgi þar sem hann þurfti að treysta á stutta spilið á síðustu holunni.
Griffin náði mest fimm högga forskoti í lokahringnum en fjórar skollar á seinni níu minnkuðu þann mun í eitt högg. Þjóðverjinn Matti Schmid þjarmaði að honum og vippaði ofan í á síðustu holunni. Griffin hafði skömmu áður vippað úr mjög erfiðri aðstöðu þar sem hann þurfti að standa ofan í glompu og setti boltann um metra frá. Það pútt var síðan það sem lá undir í lokin en Griffin setti það ofan í og gat fagnað sínu fyrsta einstaklings-sigri en hann vann tvímenningsmótið með Andrew Novac í New Orleans fyrir þremur vikum.
Griffin hefur leikið golf frá því hann var ungur strákur. Foreldrar hans misstu húsið sitt í bankahruninu 2008 en þurftu að flytja en stráksi gat spilað golf áfram og keypt sér æfingabolta á golfvellinum þar sem hann var öllum stundum. Þar var hann með kylfu í hönd allan daginn og býr nú að því að hafa æft vel vippin og púttin. Hann þurfti að reiða sig á þessa þætti í lokahringnum og sérstaklega á síðustu holunni þegar hann tryggði sér sigur. Í þessum tveimur sigrum sínum á mánuði hefur hann síðan unnið sér inn dágóða upphæð og getur því keypt nýtt hús fyrir foreldrana.
Í myndskeiðinu er úrval högga frá lokahringnum sem var æsispennandi í lokin, þar á meðal mögnuð vipp hjá tveimur efstu mönnum.