Örninn22_bland
Örninn22_bland

Fréttir

Aron Bergsson hafnaði í 28.-30. sæti á Junet Open
Aron Bjarki Bergsson
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
laugardaginn 18. júní 2022 kl. 22:26

Aron Bergsson hafnaði í 28.-30. sæti á Junet Open

Aron Bergsson sem leikur fyrir Hills Golfklúbbinn í Svíþjóð en uppalinn er í GKG, hafnaði í 28.-30. sæti á Junet Open á Áskorendamótaröðinni en mótinu lauk fyrr í dag í Svíþjóð.

Aron lék frábært golf á fyrsta hring. Hann kom í hús á 66 höggum eða á 6 höggum undir pari og var jafn í fyrsta sæti eftir hringinn. Hann náði ekki að fylgja góðri spilamennsku eftir á öðrum hring og kom í hús á 75 höggum eða á 3 höggum yfir pari.

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Hann var fyrir lokahringinn í dag í 10.-15. sæti á samtals 3 höggum undir pari. Lokahringinn lék hann einnig á 75 höggum eða á 3 höggum yfir pari og lauk því leik á hringjunum þremur samtals á pari Sand vallarins í Svíþjóð.

Aron fékk þrjá fugla og sex skolla á lokahringnum en samtals fékk hann fimmtán skolla, þrettán fugla og einn örn á hringjunum þremur.

Það var Jesper Hagborg Asp frá Svíþjóð sem sigraði á 9 höggum undir pari en hann leiddi ásamt tveimur löndum sínum fyrir lokahringinn. Hinn íslenskættaði August Thor Høst hafnaði í 16.-23. sæti á 2 höggum yfir pari.

Lokastaðan á mótinu

Skorkort Arons