Fréttir

Aron og Guðmundur báðir yfir pari á lokahringnum í Svíþjóð
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 20. júní 2019 kl. 12:21

Aron og Guðmundur báðir yfir pari á lokahringnum í Svíþjóð

Aron Bergsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson léku í dag lokahringinn á Gamle Fredrikstad Open mótinu sem er hluti af Nordic Golf mótaröðinni. Mótið fór fram hjá Gamle Fredrikstad klúbbnum í Svíþjóð.

Aron, sem var í 11. sæti eftir tvo hringi, lék lokahringinn á 2 höggum yfir pari og endaði á 2 höggum undir pari í heildina. Aron var á tímapunkti kominn tvo undir á lokahringnum en fékk svo fjóra skolla á seinni níu. Fyrir vikið fór hann niður um 25 sæti á lokahringnum og endaði mótið í 36. sæti.

Guðmundur Ágúst byrjaði á 11. teig í dag og var á tveimur höggum undir pari eftir 11 holur og hafði þá meðal annars fengið örn á par 4 holunni fimmtándu.  Á þriðju holunni fékk hann hins vegar fjórfaldan skolla og fylgdi því eftir með þremur skollum í röð og endaði hringinn á 5 höggum yfir pari. Guðmundur endaði í 51. sæti í mótinu.

Svíinn Ake Nilsson stóð uppi sem sigurvegari á 14 höggum undir pari.

Næsta mót á Nordic Golf mótaröðinni fer fram dagana 26.-28. júní.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.