Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Aron Snær kominn í efsta sæti á Akureyri
Aron Snær lék frábærlega í dag og leiðir með einu höggi þegar mótið er hálfnað - mynd [email protected]
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 6. ágúst 2021 kl. 19:13

Aron Snær kominn í efsta sæti á Akureyri

Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar lyfti sér í efsta sætið á Íslandsmótinu í golfi með frábærum hring í dag.

Aron lék á 4 höggum undir pari í dag, fékk 7 fugla, einn skolla og einn tvöfaldan skolla. Aron er samtals á 5 höggum undir pari og leiðir með einu höggi.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Hlynur Bergsson sem lék frábærlega í gær kemur næstur eftir að hafa leikið á höggi yfir pari í dag.

Daníel Ísak Steinarsson og Aron Emil Gunnarsson eru jafnir í þriðja sæti á einu höggi undir pari samtals. Aron Emil lék frábærlega í dag á 4 höggum undir pari. Daníel Ísak lék einnig mjög vel en þrefaldur skolli á 13. braut varð til þess að skor dagsins varð 71 högg.

Þrír kylfingar eru jafnir í 5. sæti á pari samtals, þeir Jóhannes Guðmundsson, Tumi Hrafn Kúld og Sverrir Haraldsson.

Það stefnir því í æsispennandi keppni í karlaflokki um helgina og margir kylfingar sem eiga enn möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna.

Það vakti athygli að gamla handboltakempan úr Gróttu og Haukum, Halldór Ingólfsson lék á 74 höggum í dag og bætti sig um 13 högg á milli hringja og það þrátt fyrir þrefaldan skolla á 17. braut. Halldór fékk sannkallaða draumabyrjun á hring dagsins þegar hann byrjaði á að fá fugla á þrjár fyrstu brautirnar.

Því miður fyrir Halldór þá stefnir í að þrefaldi skollinn á 17. braut verði til þess að hann komist ekki í gegnum niðurskurðinn með einu höggi en það gæti átt eftir að breytast þar sem nokkrir kylfingar eiga enn eftir að ljúka leik.

Staðan í mótinu