Aron Snær og Una Karen klúbbmeistarar GKG
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG) hélt meistaramót sitt í síðustu viku og lauk því á laugardaginn með flottu lokahófi þar sem verðlaun voru veitt fyrir góðan árangur og klúbbmeðlimir gerðu sér glaðan dag. Aron Snær Júlíusson og Una Karen Guðmundsdóttir eru klúbbmeistarar GKG árið 2025.
Aron sem var að vinna sinn fjórða titil, vann tiltölulega öruggan sigur en hann endaði á -9 og skilaði m.a. hring upp á 64 högg. Hinn ungi og efnilega Róbert Leó Arnórsson var í öðru sæti á +2 og Breki Gunnarsson Arndal var í þriðja sæti á +4.
Hjá konunum var meiri spenna en að lokum vann Una Karen með minnsta mun, spilaði 310 höggum, einu höggi betur en þær Katrín Hörn Daníelsdóttir og Karen Lind Stefánsdóttir, sem lentu í 2-3. sæti.