Fréttir

Áskorendamótaröðin: Guðmundur og Haraldur báðir með á fyrsta móti ársins
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 27. janúar 2020 kl. 11:00

Áskorendamótaröðin: Guðmundur og Haraldur báðir með á fyrsta móti ársins

Fyrsta mót ársins á Áskorendamótaröðinni, næst sterkustu mótaröð í Evrópu, hefst á fimmtudaginn og eru tveir Íslendingar á meðal keppenda, þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús. Báðir unnu þeir sér inn keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni með góðum árangri á Nordic Golf mótaröðinni á síðasta ári.

Fyrstu þrjú mót ársins fara fram í Suður-Afríku en mótin eru samstarf Áskorendamótaraðarinnar og Sunshine mótaraðarinnar. Limpopo Championship er fyrsta mótið og verður leikið á Euphoria vellinum í Modimolle.

Rástímar liggja ekki fyrir en þeir verða birtir síðar í vikunni. Allar helstu fréttir úr mótinu verða birtar hér á Kylfingur.is.


Haraldur Franklín Magnús.