Fréttir

Atvinnukylfingur fékk 58 vítishögg á Senior LPGA Champioship mótinu
Lee Ann Walker.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 16. október 2019 kl. 21:30

Atvinnukylfingur fékk 58 vítishögg á Senior LPGA Champioship mótinu

Það eru greinilegt að golfreglurnar hafa breyst töluvert síðan Lee Ann Walker keppti síðast og hún hefur ekki alveg fylgst með breytingum á reglunum undanfarin ár.

Walker var að keppa í Sendior LPGA Championship mótinu sem er eitt af risamótunum á öldungamótaröð kvenna. Hún lék fyrstu tvo hringina á 85 og 74 höggum á French Lick Resort svæðinu í Bandaríkjunum. Það var samt áður en að hún áttaði sig á því að hún hafi notað kylfubera sinn til að stilla sér upp í töluvert af púttum báða hringina.

Hún þurfti að bæta við 42 höggum fyrsta daginn og lék því hringinn á 127 höggum. Refsingin var þó aðeins minni seinni daginn en þá þurfti hún aðeins að bæta við sig 16 höggum og kom hún því í hús á 90 höggum. 

Sjálf sagði hún að hún hefði ekki áttað sig á því að hún væri að brjóta reglur.

„Þegar ég spilaði fyrsta hringinn þá stillti kylfuberinn minn mér upp og ég stóð ekki upp úr púttinu. Ég vissi ekki að ég væri að brjóta reglurnar.“