Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Axel á 6 höggum yfir pari eftir fyrsta dag í Portúgal
Axel Bóasson.
Þriðjudagur 9. október 2018 kl. 20:06

Axel á 6 höggum yfir pari eftir fyrsta dag í Portúgal

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson, GK, hóf í dag leik á 1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla sem fer fram í Portúgal. Axel lék fyrstu 17 holur dagsins á 6 höggum yfir pari áður en fresta þurfti leik þar sem síðustu menn náðu ekki að klára fyrir myrkur.

Axel er jafn í 72. sæti eftir fyrsta daginn í úrtökumótinu en alls taka tæplega 100 kylfingar þátt í mótinu í Portúgal. Af þeim komast um 20 efstu kylfingarnir áfram á 2. stigið að fjórum hringjum loknum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Axel er fimmti íslenski kylfingurinn sem tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla í haust. Áður höfðu þeir Haraldur Franklín Magnús, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Þór Björnsson og Ólafur Björn Loftsson allir spreytt sig. Haraldur er sá eini sem er kominn áfram á annað stigið.

Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð að Axel hefði verið á 4 höggum yfir pari eftir 17 holur í mótinu en rétt er að hann var á 6 höggum yfir pari.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)