Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Axel á glæsilegu vallarmeti í Meistaramóti Keilis
Axel Bóasson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 9. júlí 2020 kl. 17:44

Axel á glæsilegu vallarmeti í Meistaramóti Keilis

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson gerði sér lítið fyrir og setti nýtt vallarmet á öðrum degi Meistaramóts Keilis. Með hringnum tyllti Axel sér á toppinn í meistaraflokki karla.

Axel var á höggi undir pari eftir fjórar holur í dag en þá kom kafli þar sem hann fékk sjö fugla á 11 holum. Síðustu þrjár holurnar lék hann á pari. Hann fékk átta fugla á hringnum í dag og kom hann því í hús á 63 höggum eða átta höggum undir pari.

Eftir tvo hringi er Axel samtals á níu höggum undir pari og með eins höggs forystu á Rúnar Arnórsson sem hefur leikið báða hringi mótsins á 67 höggum.