Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Axel á úrtökumóti í Portúgal
Axel Bóasson.
Mánudagur 8. október 2018 kl. 10:00

Axel á úrtökumóti í Portúgal

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson, GK, fer af stað á 1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla á morgun, þriðjudag, í Portúgal. Axel er síðasti Íslendingurinn sem keppir á þessu stigi en Haraldur Franklín Magnús er sá eini sem komst áfram í mótunum til þessa.

Axel lék ekki nógu vel á Áskorendamótaröðinni í ár og fer því inn á 1. stigið í úrtökumótin í ár. Takist honum ekki að tryggja sér keppnisrétt annað hvort á Áskorendamótaröðinni eða Evrópumótaröðinni má gera ráð fyrir því að hann fari aftur á Nordic Golf mótaröðina á næsta ári.

Úrtökumótið í Portúgal fer fram dagana 9.-12. október. Um 25% kylfinga komast áfram að fjórum hringjum loknum á 2. stig úrtökumótanna sem fara fram í nóvember.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)