Fréttir

Axel, Guðmundur og Haraldur hefja leik á miðvikudaginn í Danmörku
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 4. júní 2019 kl. 15:56

Axel, Guðmundur og Haraldur hefja leik á miðvikudaginn í Danmörku

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, GK, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og Haraldur Franklín Magnús, GR, eru allir skráðir til leiks á Thisted Forsikring Championship mótið sem fer fram dagana 5.-7. júní á Nordic Golf mótaröðinni.

Allir hafa þeir náð fínum árangri á tímabilinu og til að mynda enduðu bæði Haraldir og Axel meðal 10 efstu í síðasta móti.

Mót vikunnar fer fram hjá Golfklúbbi Álaborgar þar sem leiknir eru þrír hringir. Að tveimur hringjum loknum komast um 45 efstu kylfingarnir áfram og leika lokahringinn á föstudaginn.

Rástímar fyrir fyrsta hringinn, sem hefst á miðvikudaginn, eru klárir. Axel fer út klukkan 7:40 að staðartíma, Guðmundur klukkan 7:50 og Haraldur klukkan 11:40. Tveggja tíma mismunur er á íslenskum tíma og dönskum.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í beinni.