Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar fimmtudaginn 7. ágúst 2025 kl. 17:00
Axel með báða fætur á jörðinni eftir frábæran fyrsta dag
Heimamaðurinn Axel Bóasson spilaði frábært golf á fyrsta degi Íslandsmótsins og leiddi að honum loknum ásamt Dagbjarti Sigurbrandssyni, á -5. Axel hrósaði vellinum, veðrinu og var ánægður með spilamennskuna en veit að mótið er bara rétt hafið. Hann kom í spjall við Kylfing þegar búið var að undirrita skorkortið.