Fréttir

Axel og Ólafía voru sterkari á lokasprettinum
Ólafía Þórunn lék vel á þriðja hringnum og tryggði sér sigur. Myndir/[email protected]
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 25. maí 2020 kl. 00:19

Axel og Ólafía voru sterkari á lokasprettinum

Dramatík og spenna var í lokahring B59 hotel stigamóts GSÍ sem lauk í gær á Garðavelli á Akranesi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Axel Bóasson stóðu uppi sem sigurvegarar og unnu bæði mörg högg af forystusauðunum í lokahringnum. Aðstæður voru erfiðar á fyrri níu holunum en löguðust á þeim seinni.

Ólafía Þórunn vann upp fimm högga forskot Valdísar Þóru Jónsdóttur á lokahringnum og tók fjögur á síðustu níu holunum. Valdís fékk skolla á lokaholunni en Ólafía par og sigurinn gekk úr greipum heimakonunnar.

Lokastaða efstu kylfinga í kvennaflokki: 

1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, (GR) 213 högg (68-72-73) (-3)

2. Valdís Þóra Jónsdóttir, (GL) 214 högg (67-68-79) (-2)

3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, (GK) 217 högg (71-72-74) (+1)

4. Ragnhildur Kristinsdóttir, (GR) 220 högg (74-71-75) (+4)

5. Hulda Clara Gestsdóttir,  (GKG) 221 högg (74-75-72) (+5)

6. Saga Traustadóttir, (GR) 224 högg (73-76-74) (+8)

Haraldur Franklín átti högg á Hákon Örn Magnússon og fjögur á Axel Bóasson og Guðmund Rúnar Hallgrímsson. Axel réði best við veðrið og kom inn á höggi undir pari  og lék síðustu níu holurnar á þremur undir pari. Haraldur þurfti að fá par á síðustu holuna, þá 18. sem er par 3 en náði ekki að setja niður um 3 metra pútt fyrir parinu. Sigurinn var því Axels.

Suðurnesjamaðurinn Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, 45 ára aldursforseti mótsins og stigameistari GSÍ 2001, lék flott golf og varð þriðji ásamt Hlyni Bergs og Hákoni Erni.

Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki:

1. Axel Bóasson, (GK) 210 högg (73-66-71) (-6)
2. Haraldur Franklín Magnús, (GR) 211 högg (67-68-76) (-5)
3.-5. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, (GS) 212 högg (71-68-73) (-4)
3.-5. Hlynur Bergsson, (GKG) 212 högg (68-70-74) (-4)
3.-5. Hákon Örn Magnússon, (GR) 212 högg (67-69-76) (-4)
6. Andri Þór Björnsson, (GR) 213 högg (71-69-73) (-3)
7. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, (GR) 214 högg (69-72-73) (-2)
8. Jóhannes Guðmundsson, (GR) 215 högg (70-71-74) (-1)