Fréttir

Bandarísk stúlka lést eftir að hafa orðið fyrir golfbolta
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 17. júlí 2019 kl. 12:46

Bandarísk stúlka lést eftir að hafa orðið fyrir golfbolta

Sex ára stúlka frá Utah fylki í Bandaríkjunum lést á mánudag eftir að hafa orðið fyrir golfbolta sem faðir hennar sló. Feðginin voru saman á golfvellinum á mánudagsmorgun og sat litla stúlkan í golfbíl sem var staðsettur um 45 til 90 gráður vinstra megin við staðinn þar sem faðirinn sló höggið. 

Faðir stúlkunnar er sagður vera reyndur golfari en eitthvað hefur farið úrskeiðis og hæfði boltinn stúlkuna aftan á hálsinn. Hún var flutt með sjúkraþyrlu á spítala þar sem hún lést af meiðslum sínum síðar um kvöldið. Frændi stúlkunnar sagði í viðtali að feðginin hafi oft farið í golf saman. „Hún var golf félagi hans. Hún elskaði það og var alltaf í golfbílnum. Þetta var mjög kærkomin samvera fyrir þau."

Lögreglan á svæðinu segir að allt bendi til þess að um hörmulegt slys hafi verið að ræða og engin áform séu uppi um að leggja fram kæru.