Fréttir

Gunnlaugur Árni í 11. sæti
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 4. janúar 2026 kl. 14:04

Gunnlaugur Árni í 11. sæti

Gunnlaugur Árni Sveinsson varð í 11. sæti í kjöri til Íþróttamanns ársins 2025. Hann hlaut 47 stig en þetta er í fyrsta skipti sem hann er á lista íþróttafréttamanna en samtök þeirra standa að kjörinu.

Gunnlaugur átti frábært ár en hann stundar háskólanám í Bandaríkjunum og er á öðru ári í liði LSU háskólans í Louisiana sem er einn allra sterkasti íþróttaskóli í Bandaríkjunum og er um þessar mundir í 2. sæti yfir besta árangur háskólagolfliða á þessu tímabili.

Ragnhildur Kristinsdóttir varð í 22. sæti í kjörinu en hún lék á LET Access mótaröðinni í Evrópu og endaði í 8. sæti stigalistans en sjö efstu fengu þátttökurétt á LET Evrópumótaröðinni 2026.